Svona hefst bréf sem kona ein skrifaði til Maj Wismann, kynfræðings hjá vefsíðunni websexolog.
Hún hélt síðan áfram og skrifaði: „Þetta er allt saman frábært en við erum vægast sagt á sitt hvorum enda kynlífsskalans hvað varðar reynslu . . .
Hann var í sambandi með sömu konunni í 30 ár, hann er 10 árum eldri en ég.
Þetta virðist ekki hafa verið samband þar sem forvitni réð ríkjum, leik og áskoranir. Þvert á móti.
Mitt líf hefur hins vegar einkennst af stuttum samböndum (4-5) ár og í hverju þeirra finnst mér ég hafa lært eitthvað nýtt um lífið, líka kynlíf.
Aftur að vanda mínum. Ég vil eiginlega gefa þessu sambandi tækifæri en það er háð því að við getum náð saman í kynlífinu.
Hann vill gjarnan læra en er um leið hræddur um að standa sig ekki nægilega vel, er taugaóstyrkur og skortir reynslu varðandi hvernig hann á að takast á við heita og graða konu sem er við hlið hans.
Spurningin mín er: Hvernig get ég hjálpað honum – og sjálfri mér – til að kynlíf okkar verði gott þar sem forvitni, leikur og áskoranir ráða ríkjum?
Wismann svaraði þessu að sjálfsögðu og sagði meðal annars mikilvægt að þau tali saman um þá mismunandi reynslu sem þau búa yfir í kynlífinu og þær upplifanir sem þau hafa átt á því sviði. Best sé að konan hjálpi manninum og sjálfri sér best með því að leika og prófa sig áfram. Þetta snúist í grunninn um að byggja upp sjálfstraust mannsins á kynlífssviðinu.