Verslunin er rekin af samtökum sem vinna að velferðarmálum barna. Í tilkynningu starfsfólksins segir að það sé tekið á móti fatnaði, leikföngum, ónotuðum snyrtivörum, heimilistækjum og því um líku.
„Viljið þið, sem gefið okkur muni, vinsamlegast hafa í huga að þetta eru góðgerðasamtök í þágu barna og að hjá okkur starfa sjálfboðaliðar á ýmsum aldri,“ skrifuðu sjálfboðaliðarnir. Ástæðan fyrir þessum skrifum þeirra er að versluninni bárust nýlega „fullorðinsleikföng“ að gjöf en þetta er auðvitað bara „fínt orð“ yfir kynlífsleiktæki. Bentu sjálfboðaliðarnir á að „fullorðinsleikföng“, sérstaklega notuð, séu eitthvað sem er ekki við hæfi að gefa.