Dauði hinnar rússnesku Fagilyu Mukhametzyanov árið 2011 var lyginni líkastur. Hún var aðeins 49 ára gömul þegar hún missti meðvitund á heimili sínu í Kazan í Rússlandi og var úrskurðuð látin.
Harmþrunginn eiginmaður hennar skipulagði útförina með hraði og afréð að hafa kistuna opna í kistulagningunni. Í henni gerðust hins vegar þau undur og stórmerki að Fagilyu vaknaði skyndilega með andfælum og eftir að hafa áttað sig hvar hún væri stödd þá öskraði hún af öllum lífs og sálarkröftum.
Eiginmanninum og öðrum viðstöddum var ekki síður brugðið og var Fagilyu þegar hraðað á nærliggjandi spítala en allt kom fyrir ekki. Hún lifði aðeins í 12 mínútur í viðbót en banamein hennar var hjartaáfall.