Þegar þessi hlutur fannst var talið að um risastóran pott, til matseldar, væri að ræða. Hann hefur verið á Mel Fisher safninu í Sebastian á Flórída allar götur síðan 1980.
Nú benda niðurstöður nýrrar rannsóknar til að potturinn geti verið efri hluti frumstæðs kafbáts, einhverskonar bjöllu, sem var notaður þegar reynt var að ná fjársjóði úr skipinu nokkrum árum eftir að það sökk.
Frumstæðir kafbátar af þessu tagi voru stundum notaðir af köfurum á litlu dýpi. Þeir voru opnir að neðan og fullir af lofti.
Sean Kingsley, sjávarfornleifafræðingur, sagði í samtali við Live Science að þegar horft sé á fyrirliggjandi gögn þá bendi allt í eina átt. Að þetta sé hluti af fornum kafbáti. Hluturinn sé allt of stór til að geta verið pottur og beri þess engin merki að hafa komist í tæri við hita.