fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Segja að 100 ára kenning um Stonehenge geti verið röng

Pressan
Sunnudaginn 29. október 2023 20:00

Stonehenge.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn á altarissteini í Stonehenge bendir til að hann sé frá norðurhluta Bretlands, hugsanlega Skotlandi. Þetta opnar fyrir „frjóa hugsun“ um þýðingu Stonehenge fyrir arkitektúr.

Stærsti steinninn í innri hring Stonehenge, þekktur sem altar steinninn, gæti hafa komið mun lengra að en steinarnir sem eru nærri honum. Hugsanlega er hann frá norðurhluta Englands eða Skotlandi.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem vekja upp efasemdir um 100 ára gamla kenningu um uppruna steinanna.

Það var breski jarðfræðingurinn Herbert Henry Thomas sem birti rannsókn um Stonehenge 1923. Þar kom fram að steinarnir , sem eru í innri hringnum, væru frá Preseli Hills í Wales.

En samkvæmt því sem kemur fram í nýju rannsókninni þá var þetta mat Thomas rangt og altarissteinninn kom frá óþekktri námu í norðurhluta Englands.

Stonehenge var reist fyrir 4.000 til 5.000 árum síðan  á Salisbury Plain í Wiltshire í suðurhluta Englands. Á næstu þúsundum ára var Stonehenge byggt, endurbyggt og bætt við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking