Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. En ekki eru allir sammála niðurstöðunni.
Í rannsókninni var notast við tvær aðferðir til að staðfesta aldur sporanna, sem eru steingerð, til að bregðast við gagnrýni á rannsókn frá 2021 sem margir hafa sagt óáreiðanlega.
En niðurstöður þeirrar rannsóknar og þeirrar nýju benda til að sporin séu 21.000 til 23.000 ára gömul. Þau eru því frá því á kaldasta tíma síðustu ísaldar.
Áður töldu vísindamenn að fyrsta fólkið í Norður-Ameríku hefði verið Clovis-fólkið en það var þar fyrir um 13.000 árum. En svo er ekki miðað við niðurstöður fyrrgreindra rannsókna.