Live Science skýrir frá þessu og segir að steingervingar af tegundinni hafi fundist við uppgröft í Sant Antoni de la Vespa nærri Morella á árunum 2005 til 2008. Þar fundu vísindamenn leifar af að minnsta kosti þremur risaeðlum af þessari tegund.
Skýrt var frá rannsókninni í vísindaritinu Zoological Journal of the Linnean Society.
Lögun beinanna er óvenjuleg og bendir til að þessar risastóru risaeðlur hafi verið mjög frumstæðar og gæti þessi uppgötvun hjálpað vísindamönnum við að öðlast meiri skilning á þróun risastórra risaeðla með langan háls.