fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Bæjarbúar hafa fengið nóg – Céline Dion gerir þeim lífið leitt

Pressan
Föstudaginn 27. október 2023 09:30

Célen Dion.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„And my heart will go on and on . . .“ þetta syngur Céline Dion í einu vinsælasta lagi sínu en ef einhverjir vonast til að hún haldi ekki áfram eru það íbúarnir í nýsjálenska bænum Porirua. Þeir hafa fengið alveg nóg af Dion.

Ástæðan er að bærinn er fórnarlamb þess sem er kallað „siren battles“ sem má þýða sem „sírenubardagar“. Þessir bardagar eru hluti af ákveðinni nýsjálenskri hliðarmenningu þar sem tónlistaráhugafólk þekur bíla sína með hátölurum og sírenum og keppist síðan um að vera með sem hæsta og skýrasta hljóðið.

Eitt af því sem því líkar best við er tónlist Céline Dion að sögn The Guardian.

The Spinoff, staðarmiðill, ræddi við einn þátttakandann í þessum sírenubardögum um af hverju tónlist Céline Dion er svona vinsæl meðal þátttakenda. Ástæðan er að hún er með háum diskanti og litlum bassa.

En hávaðinn heldur vöku fyrir bæjarbúum á nóttunni og nú segja þeir að nóg sé komið af þessu.

„Við verðum að finna annan stað fyrir þetta fólk til að vera á, annars verður það að hætta þessu,“ sagði Anita Baker bæjarstjóri. Hún sagði einnig að bæjarbúar séu hrelldir með tónlist Céline Dion vegna þess að fólkið spili hálft lag og breyti því síðan og geri að hryllilegu hljóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður