En nú eru margir aðdáendur molanna niðurbrotnir og í miklu uppnámi vegna nýrra breytinga á molunum.
Það er þó mörgum ákveðinn léttir að bragði molanna hefur ekki verið breytt en það sama á ekki við um umbúðirnar.
Nú er hætt að pakka molunum inn í plast og þess í stað er þeim pakkað inn í pappír.
Þetta er hluti af verkefni Quality Street um að verða umhverfisvænna fyrirtæki. Fyrstu skrefin í þessu verkefni voru stigin á síðasta ári og var stefnan þá sett á að fyrir árslok 2023 verði tveimur milljörðum mola pakkað inn í pappír í stað plasts.
Metro segir að það sé ekki alveg nýtt að molunum sé pakkað inn í pappír því það var gert þegar þeir komu á markað 1936. Það má því segja að nú hafi ákveðið skref verið stigið aftur til fortíðarinnar. Ekki skemmir fyrir að það er hægt að endurvinna pappírinn.
Þegar fyrirtækið kynnti þessa breytingu til sögunnar á Facebooksíðu sinni voru ekki allir sem tóku þessu fagnandi.
Meðal þess sem skrifað var í athugasemdir er:
„Mér líkar ekki við umbúðirnar.“
„Þetta er ekki lengur eitthvað sérstakt þegar maður tekur utan af þeim. Þvílík vonbrigði. Kaupi þetta ekki aftur því þetta er ekki sérstakt lengur.“
„Þið bókstaflega eyðileggið alla ánægjuna við jólin.“