fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Aðdáendur Quality Street niðurbrotnir vegna breytinga á molunum – „Þið eyðileggið bókstaflega alla ánægjuna við jólin“

Pressan
Miðvikudaginn 25. október 2023 04:05

Quality Street er vinsælt nammi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Molarnir frá Quality Street, öðru nafni Machintosh, þykja ómissandi hluti af jólahaldinu á mörgum heimilum og geta margir ekki hugsað sér jólin án þess að fá slíka mola.

En nú eru margir aðdáendur molanna niðurbrotnir og í miklu uppnámi vegna nýrra breytinga á molunum.

Það er þó mörgum ákveðinn léttir að bragði molanna hefur ekki verið breytt en það sama á ekki við um umbúðirnar.

Nú er hætt að pakka molunum inn í plast og þess í stað er þeim pakkað inn í pappír.

Þetta er hluti af verkefni Quality Street um að verða umhverfisvænna fyrirtæki. Fyrstu skrefin í þessu verkefni voru stigin á síðasta ári og var stefnan þá sett á að fyrir árslok 2023 verði tveimur milljörðum mola pakkað inn í pappír í stað plasts.

Metro segir að það sé ekki alveg nýtt að molunum sé pakkað inn í pappír því það var gert þegar þeir komu á markað 1936. Það má því segja að nú hafi ákveðið skref verið stigið aftur til fortíðarinnar. Ekki skemmir fyrir að það er hægt að endurvinna pappírinn.

Þegar fyrirtækið kynnti þessa breytingu til sögunnar á Facebooksíðu sinni voru ekki allir sem tóku þessu fagnandi.

Meðal þess sem skrifað var í athugasemdir er:

„Mér líkar ekki við umbúðirnar.“

„Þetta er ekki lengur eitthvað sérstakt þegar maður tekur utan af þeim. Þvílík vonbrigði. Kaupi þetta ekki aftur því þetta er ekki sérstakt lengur.“

„Þið bókstaflega eyðileggið alla ánægjuna við jólin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad