Mistökin voru að hún var ekki ein á myndinni því unnusti hennar, Henry, sást á henni og það sem hann var að gera átti nú ekki beint erindi á Instagram.
Á myndinni sést Shannan fyrir miðju með derhúfu og sólgleraugu. Í bakgrunni sést síðan spegilmynd af Henry en ekki sú allra besta sem hugsast getur. Hann er nefnilega að þrífa afturendann á sér á myndinni!
Þegar Shannan skoðaði Instagramsíðuna sína 37 mínútum eftir að hún deildi myndinni áttaði hún sig á mistökum sínum og eyddi myndinni auðvitað samstundis.
Hún sagði síðan vinum sínum frá þessu og þeim fannst þetta drepfyndið og fengu hana til að birta myndina á nýjan leik en að þessu sinni á Twitter.
Ekki leið á löngu þar til mörg hundruð manns höfðu tjáð sig um myndina á Twitter og tugir þúsunda settu „like“ við hana.
Sumir þeirra sem tjáðu sig veltu fyrir sér af hverju Henry skeindi sig standandi. „Af hverju stendur hann? Hvernig manneskja gerir það?“ skrifaði einn notandi en annar skrifaði: „Standandi við að skeina sér? Virðing.“