fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Óhugnanlegar afleiðingar slyss – Eista endaði í maganum

Pressan
Mánudaginn 23. október 2023 21:30

Svona leit þetta út á myndum. Mynd:BMJ Case Reports 2023

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur haft alvarlegar afleiðingar að detta á mótorhjóli. Því fékk karlmaður á þrítugsaldri að kenna á þegar hann datt á hjólinu sínu. Hægra eista hans fór töluvert langt upp í maga hans þegar slysið átti sér stað.

Live Science skýrir frá þessu. Ekki kemur nákvæmlega fram hvernig slysið vildi til en maðurinn varð fyrir svo miklu höggi að hægra eistað rauk upp í maga.

Sjaldgæft er að eistu færist til á þennan hátt og vakti þetta slys því töluverða athygli og nýlega var fjallað um það í grein í vísindaritinu BMJ Case Reports.

Hægra eistað fór úr pungnum og upp í magann, sömu leið og það kom niður þegar maðurinn var á barnsaldri.

Eins og áður sagði er sjaldgæft að þetta gerist en í 80% tilfella af þessu tagi eru það ungir menn sem lenda í þessu þegar þeir lenda í mótorhjólaslysi. En það er enn sjaldgæfara, aðeins í 6% tilfella, sem eista nær að fara svona langt upp í magann eins og hjá fyrrgreindum manni.

Þegar hann kom á sjúkrahúsið hafði svo mikið blóð safnast upp í klofi hans að læknarnir áttu erfitt með að rannsaka eistu hans. En með því að taka myndir tókst að finna horfna eistað uppi í maga hans og ná því og koma aftur niður í punginn.

Sex mánuðum síðar var eistað komið í fyrra stand og framleiddi hormón og sæði eins og áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður