Live Science skýrir frá þessu. Ekki kemur nákvæmlega fram hvernig slysið vildi til en maðurinn varð fyrir svo miklu höggi að hægra eistað rauk upp í maga.
Sjaldgæft er að eistu færist til á þennan hátt og vakti þetta slys því töluverða athygli og nýlega var fjallað um það í grein í vísindaritinu BMJ Case Reports.
Hægra eistað fór úr pungnum og upp í magann, sömu leið og það kom niður þegar maðurinn var á barnsaldri.
Eins og áður sagði er sjaldgæft að þetta gerist en í 80% tilfella af þessu tagi eru það ungir menn sem lenda í þessu þegar þeir lenda í mótorhjólaslysi. En það er enn sjaldgæfara, aðeins í 6% tilfella, sem eista nær að fara svona langt upp í magann eins og hjá fyrrgreindum manni.
Þegar hann kom á sjúkrahúsið hafði svo mikið blóð safnast upp í klofi hans að læknarnir áttu erfitt með að rannsaka eistu hans. En með því að taka myndir tókst að finna horfna eistað uppi í maga hans og ná því og koma aftur niður í punginn.
Sex mánuðum síðar var eistað komið í fyrra stand og framleiddi hormón og sæði eins og áður.