Sum flugfélög skipta farþegum upp í allt að níu mismunandi hópa þegar kemur að því að koma þeim um borð. Önnur notast við sms-tilkynningar um að nú sé kominn tími til að fara að hliðinu.
The Wall Street Journal segir að samkvæmt minnisblaði frá flugfélaginu þá verði byrjað að nota nýju aðferðina þann 26. október. Hún kallast „WILMA“ og er reiknað með að hún stytti heildartímann, sem fer í að koma farþegunum um borð, um tvær mínútur.
„WILMA“ stendur fyrir „window, middle og aisle“ (gluggi, miðja og gangur).
Þetta er mjög góð lýsing á aðferðinni sem gengur út á að farþegum, sem eiga sæti við glugga, verður hleypt fyrst um borð. Því næst þeim sem sitja í miðjunni og síðast þeim sem sitja við ganginn.
Fólk sem þarfnast aðstoðar og barnafjölskyldum verður þó hleypt fyrst um borð. Hópar fá einnig að fara um borð saman, óháð hvaða sætum fólkið í þeim situr í.