Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla játaði Fjeldgrove að hafa stundað kynlíf með konunni og var hann fundinn sekur um sifjaspell.
Honum var einnig skipað að eiga engin samskipti við Samantha Kershner, 21 árs, sem var eiginkona hans á þessum tíma og er dóttir hans. Þau gengu í hjónaband þann 1. október 2019 í Hastings í Nebraska. Feðginin höfðu ekki átt í neinu sambandi þar til 2016 þegar Samantha hafði upp á föður sínum.
Þau játuðu bæði að sifjaspell hefði átt sér stað og DNA-rannsókn staðfesti að þau eru feðgin.
Samkvæmt dómskjölum kemur fram að lögreglan hafi rætt við Fjeldgrove, sem er fertugur, í september 2019 eftir að henni barst ábending um að feðginin ættu í ástarsambandi og að sifjaspell hefði átt sér stað.
Þau játuðu bæði að hafa átt í rómantísku og kynferðislegu sambandi. Kershner sagði að 2016 hefði hún sagt móður sinni að hún vildi kynnast föður sínum og hitta hann. Móðir hennar sagði henni þá að Fjeldgrove væri faðir hennar og kom þeim í samband við hvort annað.
Næstu þrjú árin var samband þeirra eins og samband feðgina er venjulega en hvorugt þeirra vildi skýra frá hvenær þau hefðu byrjað að stunda kynlíf en játuðu að hafa stundað kynlíf.
Verjandi Fjeldgrove sagði að skjólstæðingur hans skammist sín vegna málsins og eigi þá ósk heitasta að þetta hefði aldrei gerst. Þess utan sé Fjeldgrove með heilaskaða og það hafi áhrif á hegðun hans.
Fjeldgrove afplánaði refsingu sína og ekki er vitað til að hann hafi átt í sambandi við dóttur sína eftir það.