fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

James Webb geimsjónaukinn fann mörg þúsund vetrarbrautir sem „eiga ekki að vera til“

Pressan
Sunnudaginn 22. október 2023 18:00

James Webb geimsjónaukinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Webb geimsjónaukinn hefur fundið rúmlega 1.000 vetrarbrautir sem minna mjög á Vetrarbrautina sem við búum í. Þessar vetrarbrautir leynast í hinum unga alheimi.

Sjónaukinn fann þessar vetrarbrautir í fortíðinni eða fyrir 10 milljörðum ára. Á þeim tíma er talið að ofsafengnir atburðir hafi átt sér stað í alheiminum þar sem vetrarbrautir runnu saman. Var talið að þetta hafi valdið því að viðkvæmar vetrarbrautir, svipaðar Vetrarbrautinni okkar, ættu ekki að geta verið til.

Þessi uppgötvun styður aðrar uppgötvanir sjónaukans sem auka enn frekar á ráðgátuna um hvernig stórar vetrarbrautir, og þar með hugsanlega möguleikar á lífi, mynduðust fyrst.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu The Astrophysical Journal að sögn Live Science.

Leonardo Ferreira, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í yfirlýsingu að í rúmlega 30 ár hafi verið talið að disklaga vetrarbrautir hafi verið mjög sjaldgæfar á árdögum alheimsins vegna þeirra ofsafengnu atburða sem áttu sér stað hjá vetrarbrautum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum