Í meðfylgjandi myndbandi sést kóróna mjög vel.
Kórónan er milljónum sinnum daufari en glampinn frá yfirborði sólarinnar sem hylur hana yfirleitt. Hiti kórónunnar er um 1 milljón gráða eða 150 sinnum heitari en yfirborð sólarinnar. Þessi hitamunur hefur lengi valdið vísindamönnum heilabrotum.
Sólvindar eiga upptök sín í kórónunni en þeir samanstanda af rafmögnuðum ögnum sem þeytast út í sólkerfið og geta skaðað gervihnetti og raforkukerfi hér á jörðinni. Það er því mjög mikilvægt fyrir vísindamenn að hafa góða þekkingu á þessum hluta sólarinnar.