Mannabein, sem voru grafin í helli á suðurhluta Spánar fyrir mörg þúsund árum, bera þess merki að fólk hafi átt við þau og jafnvel að þau hafi verið höfð til matar, að mannát hafi verið stundað.
Meðal þess sem fannst er sköflungur sem var notaður sem verkfæri og drykkjarílát, bolli, búinn til úr höfuðkúpu manneskju. Svipaðir hlutir hafa fundist víða á svæðinu og bendir það til að samband lifandi og látinna hafi verið mjög mikilvægt fyrir samfélagið á þessum tíma.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu PLOS One.
Í tilkynningu frá höfundum rannsóknarinnar segir að það hvernig fólk kemur fram við annað fólk og hvernig samskipti þess eru geti frætt okkur hvernig menning og samfélag forfeðra okkar var.