fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Magnaður fundur – „Eins og draumur“

Pressan
Laugardaginn 21. október 2023 07:30

Sverðið hefur varðveist vel. Mynd:Israel Antiquities Authority

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur fornleifafræðinga hafði enga hugmynd um hvað beið þeirra þegar þeir rannsökuðu helli, í Ein Gedi þjóðgarðinum í norðurhluta Ísrael, nýlega.

Í hellinum fundu þeir fjögur ótrúlega vel varðveitt  sem voru líklega falin þarna þegar Bar Kokhba-uppreisn gyðinga gegn Rómarríki átti sér stað fyrir um 1.900 árum.

Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun Videnskab þá voru fornleifafræðingarnir að leita að fornum textum sem voru taldir geta leynst í sérstakri tegund dropasteina í hellinum.

En í staðinn fundu þeir fjögur rómversk sverð með beittum stálblöðum og meðalkafla úr tré og leðri. Sverðin voru djúpt inni í sprungu.

„Að finna eitt sverð er sjaldgæft, en fjögur? Þetta er eins og draumur,“ segir í fréttatilkynningu frá vísindamönnunum.

Þrjú af sverðunum voru í tréslíðrum. Þau eru 60 til 65 cm á lengd. Þetta eru rómversk „spartasverð“ sem voru yfirleitt notuð af rómverskum hermönnum fyrir 1.900 árum síðan.

Stálblaðið á því fjórða er styttra og vopnið er öðruvísi. Það er 45 cm og hringur er á enda skeftisins.

Fornleifafræðingar telja að sverðin hafi annað hvort verið herfang eða verið stolið frá vígvellinum þegar Bar Kokhba-uppreisnin var gerð en hún stóð yfir frá 132 og 135 eftir Krist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu