Í hellinum fundu þeir fjögur ótrúlega vel varðveitt sem voru líklega falin þarna þegar Bar Kokhba-uppreisn gyðinga gegn Rómarríki átti sér stað fyrir um 1.900 árum.
Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun Videnskab þá voru fornleifafræðingarnir að leita að fornum textum sem voru taldir geta leynst í sérstakri tegund dropasteina í hellinum.
En í staðinn fundu þeir fjögur rómversk sverð með beittum stálblöðum og meðalkafla úr tré og leðri. Sverðin voru djúpt inni í sprungu.
„Að finna eitt sverð er sjaldgæft, en fjögur? Þetta er eins og draumur,“ segir í fréttatilkynningu frá vísindamönnunum.
Þrjú af sverðunum voru í tréslíðrum. Þau eru 60 til 65 cm á lengd. Þetta eru rómversk „spartasverð“ sem voru yfirleitt notuð af rómverskum hermönnum fyrir 1.900 árum síðan.
Stálblaðið á því fjórða er styttra og vopnið er öðruvísi. Það er 45 cm og hringur er á enda skeftisins.
Fornleifafræðingar telja að sverðin hafi annað hvort verið herfang eða verið stolið frá vígvellinum þegar Bar Kokhba-uppreisnin var gerð en hún stóð yfir frá 132 og 135 eftir Krist.