fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Netflix í stórsókn og mokar inn áskrifendum

Pressan
Föstudaginn 20. október 2023 18:30

Stranger Things er á Netflix og er ein vinsælasta þáttaröð efnisveitunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ársfjórðungi bætti Netflix við sig níu milljónum áskrifenda. Þetta hafði góð áhrif á gengi hlutabréfa fyrirtækisins sem hækkuðu um níu prósent þegar ársfjórðungsuppgjörið var kynnt á miðvikudaginn.

Netflix hækkaði nýlega áskriftarverðið í Bandaríkjunum úr 9,99 dollurum í 11,99. Fjölskylduáskriftir, sem gera fjórum kleift að horfa samtímis, hækkuðu úr 19,99 dollurum í 22,99 dollara.

Verðið hefur einnig verið hækkað í Frakklandi og Bretlandi.

Hækkun áskriftarverðs er ekki eitthvað sem áskrifendur eru ánægðir með en það gleður fjárfesta greinilega sem eru ánægðir með gengi fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi. Veltan var 8,54 milljarðar dollara sem er nokkurn veginn eins og sérfræðingar höfðu spáð.

Netflix hefur að undanförnu tekið hart á þeim notendum sem deila áskrift sinni með öðrum og það hefur átt sinn þátt í að áskrifendum hefur fjölgað. Nú eru áskrifendurnir um 247 milljónir á heimsvísu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum