fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hitti mann á bar – Steinhissa á kröfunni sem hann setti fram daginn eftir

Pressan
Föstudaginn 20. október 2023 04:38

Mynd/Andrea Piacquadio, Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung og einhleyp kona, Chloe að nafni, skellti sér nýlega út á lífið í Hull á Englandi. Þar hitti hún ungan mann og náðu þau vel saman og hann bauð henni upp á drykki. Áður en hún hélt heim á leið skiptust þau á símanúmerum.

Chloe átti von á að hann myndi hafa samband til að bjóða henni á alvöru stefnumót en skilaboðin sem hún fékk daginn eftir voru allt annars eðlis.

Í staðinn fyrir að bjóða henni út sendi maðurinn, sem heitir Danny, henni reikning fyrir drykkjunum sem hann keypti fyrir hana kvöldið áður.

Ástæðan? Jú, hann vildi fá greitt fyrir drykkina af því að þau höfðu ekki farið heim saman um kvöldið og stundað kynlíf. „Getur þú millifært fyrir drykkina sem ég keypti handa þér í gærkvöldi? Við fórum ekki saman heim og þess vegna var þetta ekki fyrirhafnarinnar virði,“ skrifaði hann til hennar.

Mirror segir að Chloe hafi brugðið nokkuð við þetta og grínast með að nú væri hún opinberlega hætt að fara út á lífið. Tíst hennar um málið hefur vakið mikla athygli og hafa tugir þúsunda líkað við það og endurtíst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum