B.T. segir að hassið hafi fundist í flutningabíl sem var tekinn til skoðunar þegar hann kom með ferju frá Þýskalandi til Rødby.
Samkvæmt því sem kemur fram í dómabók þá eru mennirnir grunaðir um að hafa staðið sameiginlega að smyglinu og hafi ætlað að afhenda óþekktum aðilum það gegn því að fá væna greiðslu fyrir.
Mennirnir neituðu sök þegar gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir.
Ef mennirnir verða fundnir sekir um smygl eiga þeir marga ára fangelsi yfir höfði sér. Má nefna að í júní 2021 var 54 ára flutningabílstjóri dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á 625 kílóum af hassi til Danmerkur.