Gigtarlæknirinn Derrick Todd í Boston er kominn í klípu. Rúmlega 100 konur saka hann um að hafa framkvæmd á þeim óþarfa rannsóknir til að svala kynferðislegum fýsnum sínum. Hafa konurnar lagt fram hópmálsókn á hendur honum.
Segir í stefnu að gigtarlæknirinn hafi framkvæmd skoðanir á leggöngum, endaþarmi og brjóstum án þess að það þjónaði nokkrum tilgangi öðrum en að vera honum til yndisauka. Hann hafi þó logið að konunum að þetta væri þeim nauðsynlegt. Telja konurnar að læknirinn hafi þannig brotið gegn þeim kynferðislega. Lögmaður kvennanna segir að Todd þessi hafi gengið allt of lang í rannsóknum sínum. Sumar konurnar hafi þótt til tilneyddar að afklæðast og leyfa lækninum að koma við sína viðkvæmustu staði.
Stefnan, sem var lögð fram í dómi á föstudaginn, er sú þriðja á hendur lækninum á einni viku. Hinar tvær eru annars vegar hópmálsókn fleiri kvenna sem telja læknin hafa brotið á sér og sú þriðja er frá konu sem segir lækninn hafa viðhaft ósæmileg ummæli við sit, neytt hana til að afklæðast og framkvæmd óþarfa rannsóknir sem fólu í sér að hann káfaði á brjóstum hennar og kynfærum.
Meint hegðun læknisins er sögð hafa átt sér stað allt frá 2011 fram í júlí á þessu ári. Ef þetta er ekki nóg til að sverta mannorð læknisins þá var fjórða stefnan lögð fram í september, en innihald hennar er bundið trúnaði.
Lögmaður Todd segir ekkert hæft í ásökununum. Todd hafi á sínum rúmlega 20 árum sem læknir verið þekktur fyrir hæfileika sína.
„Hann er sannfærður að þegar öll gögn máls hafa verið gaumgædd, eða málin flutt fyrir dómi, þá verður sakleysi hans hafið yfir allan vafa. Rekstur málsins mun fara fram á viðeigandi vettvangi en ekki í gegnum fjölmiðlafár eða sleggjudóma.“
Yfirlæknirinn á Brigham og kvennasjúkrahúsinu, Charles Morris, segir að rannsókn hafi verið hafin á meintu hátterni Todd strax og tvær nafnlausar kvartanir höfðu borist. Todd hafi verið sendur í leyfi á meðan málið var krufið og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að slíta ráðningarsambandi við hann. Morris segist harma þann skaða sem meint háttsemi Todd hafi valdið konunum og fjölskyldum þeirra. Sjúkrahúsið taki skuldbindingum sínum við sjúklinga alvarlega. Nú, sem áður, sé tekið á ásökunum af þessu tagi af festu.
Todd hefur lagt læknaleyfi sitt inn á meðan málin verða rekin fyrir dómstólum.