fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fór í trekant með eiginkonunni og öðrum manni – Hún varð ólétt af tvíburum

Pressan
Þriðjudaginn 17. október 2023 04:28

Smokkur var þá væntanlega ekki notaður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr á árinu hafði karlmaður sigur fyrir dómi en hann hafði höfðað mál til að fá faðerni sitt yfir tvíburasystrum ógilt. Maðurinn fór í ófrjósemisaðgerð um 12 árum áður en tvíburarnir fæddust. Þær eru nú á unglingsaldri.

Þegar systurnar voru getnar stunduðu maðurinn og eiginkona hans, móðir systranna, reglulega kynlíf með öðrum karlmanni. Talið er að hann sé faðir stúlknanna.

Daily Mail segir að maðurinn hafi haft betur fyrir fjölskyldudómstóli á Nýja-Sjálandi þegar hann höfðaði mál til að fá faðernið ógilt. Hann og konan ættleiddu stúlkurnar á sínum tíma en eftir skilnað hjónanna fyrir tveimur árum fór hann fram á að nafn hans yrði fjarlægt af fæðingarvottorðum stúlknanna. Móðir þeirra hélt því fram að með þessu væri hann að reyna að koma sér undan meðlagsgreiðslum. Maðurinn sagði hins vegar að hann væri að verja „heiður“ sinn.

Fyrir dómi sagði konan að tilgangurinn með því að stunda trekant með hinum manninum hafi verið að hún yrði barnshafandi. Þessu neitaði fyrrverandi eiginmaður hennar.

Í dómsorði segir dómarinn að hvort sem þetta kynlíf þeirra þriggja hafi eingöngu verið til unaðar eða til að geta barn sé staðreynd að fólkið hafi stundað þetta á þeim tíma sem stúlkurnar voru getnar. Hins vegar séu málsaðilar ekki sammála um hvort þetta hafi aðeins verið til unaðar og skemmtunar eða til geta barn.

Maðurinn trúði ekki að hann væri faðir stúlknanna en samt sem áður fengu stúlkurnar fjölskyldunafn hans og nafn hans var skráð á fæðingarvottorð þeirra.

Móðirin sagði að maðurinn tæki virkan þátt í lífi stúlknanna, færi meðal annars með þær í frí, keypti gjafir handa þeim og þær kalli hann „pabba“.

Fyrir þremur árum gerði hann erfðaskrá og gerði þær að erfingjum sínum og kallaði þær „börnin mín“ að því er móðirin sagði.

Maðurinn neitaði þessu og sagðist aðeins hafa farið með þær í frí einu sinni og hafi slitið sambandinu við þær þegar þau skildu.

Dómarinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að stúlkurnar hefðu ekki leitað eftir samskiptum né sambandi við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum