New York Post skýrir frá þessu og segir að Patricia hafi skilið stúlkurnar eftir á Upham Beach laugardaginn 07. október. Hafi börnin verið ein í 45 mínútur.
Hún sagði lögreglunni að hún hafi verið að leggja bíl sínum á meðan þær voru einar.
Það voru strandgestir sem gerðu lögreglunni viðvart þegar þeir fundu eldri stúlkuna eina. Hún sagði þeim að systir hennar hefði farið ein út í sjóinn. Lögreglumenn fundu hana i sjónum, sem betur fer heila á húfi.
Ekki kemur fram í lögregluskýrslum hvort þetta voru dætur Patricia.
Patricia var látin laus úr haldi gegn greiðslu 15.000 dollara tryggingar.