Stúlkan, Yahel, fæddist í Bristol á Englandi en talið var að hún hafi verið tekin sem gísl ásamt eldri systur sinni, Noiya, og föður, Eli. Ekkert hefur spurst til þeirra eftir innrás Hamas-samtakanna.
BBC greinir frá því að aðstandendur hafi nú fengið staðfestingu á því að Yahel hafi verið myrt þann 7. október síðastliðinn. Móðir Yahel, Lianne, var einnig myrt í árásinni.
Aðstandendur fjölskyldunnar óttast að Noiya og Eli hafi verið numin á brott og þau séu nú í haldi Hamas-samtakanna einhvers staðar á Vesturbakkanum.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, staðfesti í gær að tíu Bretar hefðu látist í innrás Hamas-samtakanna og þá væri tíu breskra ríkisborgara enn saknað.