Hann var að keyra í Georgia í Bandaríkjunum þegar hann var stöðvaður af lögreglunni.
Í samtali við WSAV-TV viðurkenndi hann að hafa verið gripinn glóðvolgur keyra á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar. Hann bjóst því vissulega við hárri sekt en hann hefði ekki getað gert sér í hugarlund hversu háa.
Cato þurfti að borga rúmlega 195 milljónir króna eða 1,4 milljónir dala.
Hann hringdi í dómstóla þar sem hann hélt að þetta væri ritvilla. En svo var ekki. Honum var sagt að borga sektina eða mæta í dómsal. „Hún sagði að ég gæti borgað sektina eða mætt,“ sagði Cota í viðtalinu.
Verjandinn Sneh Patel sagði að hann hafi aldrei séð jafn háa sekt fyrir minni háttar brot.
„Ekki 195 milljónir, það er eitthvað sem maður sér bara í fíkniefnamálum, morðum og lífshættulegum árásum, ekki fyrir umferðalagabrot.“
Sem betur fer þarf Cato ekki að greiða alla upphæðina. Umrædd upphæð og sekt er svokallaður „staðgengill“, en allir ökumenn sem flokkast sem „super speeders“ þurfa að mæta í dómsal. Þannig að hugbúnaðarforrit lögreglunnar í Savannah sendir „staðgenglana“ sjálfkrafa til þeirra sem keyra 56 kílómetrum yfir hámarkshraða.
Dómari mun ákvarða endanlega upphæð, sem mun ekki fara yfir 140 þúsund krónur.
„Við sendum ekki út staðgengla til að hræða fólk til að mæta í dómsal,“ sagði Joshua Peacock, talsmaður yfirvalda í Savannah.
„Þeir sem forrituðu hugbúnaðinn notuðu stærstu hugsanlegu töluna því þeir sem fara yfir ákveðinn hraða þurfa að mæta í dómsal.“