fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Fékk áfall þegar hann sá sektina – 195 milljónir fyrir hraðakstur

Pressan
Þriðjudaginn 17. október 2023 13:52

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Connor Cato fékk áfall þegar hann sá sektina sem hann fékk fyrir að keyra of hratt.

Hann var að keyra í Georgia í Bandaríkjunum þegar hann var stöðvaður af lögreglunni.

Í samtali við WSAV-TV viðurkenndi hann að hafa verið gripinn glóðvolgur keyra á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar. Hann bjóst því vissulega við hárri sekt en hann hefði ekki getað gert sér í hugarlund hversu háa.

Cato þurfti að borga rúmlega 195 milljónir króna eða 1,4 milljónir dala.

Hann hringdi í dómstóla þar sem hann hélt að þetta væri ritvilla. En svo var ekki. Honum var sagt að borga sektina eða mæta í dómsal. „Hún sagði að ég gæti borgað sektina eða mætt,“ sagði Cota í viðtalinu.

Verjandinn Sneh Patel sagði að hann hafi aldrei séð jafn háa sekt fyrir minni háttar brot.

„Ekki 195 milljónir, það er eitthvað sem maður sér bara í fíkniefnamálum, morðum og lífshættulegum árásum, ekki fyrir umferðalagabrot.“

Hugbúnaðinum að kenna

Sem betur fer þarf Cato ekki að greiða alla upphæðina. Umrædd upphæð og sekt er svokallaður „staðgengill“, en allir ökumenn sem flokkast sem „super speeders“ þurfa að mæta í dómsal. Þannig að hugbúnaðarforrit lögreglunnar í Savannah sendir „staðgenglana“ sjálfkrafa til þeirra sem keyra 56 kílómetrum yfir hámarkshraða.

Dómari mun ákvarða endanlega upphæð, sem mun ekki fara yfir 140 þúsund krónur.

„Við sendum ekki út staðgengla til að hræða fólk til að mæta í dómsal,“ sagði Joshua Peacock, talsmaður yfirvalda í Savannah.

„Þeir sem forrituðu hugbúnaðinn notuðu stærstu hugsanlegu töluna því þeir sem fara yfir ákveðinn hraða þurfa að mæta í dómsal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu