Mail Online birti brot úr myndbandinu á vef sínum í morgun en upptakan er frá 7. október síðastliðnum, deginum sem Hamas-samtökin gerðu óvænta innrás í Ísrael.
Vígamenn samtakanna köstuðu handsprengjum að konunum sem særðust í kjölfarið. Vopnaðir menn ruddust svo til inngöngu í bækistöðvar hersins við Vesturbakkann og skutu konurnar með Kalashnikov-rifflum þar sem þær lágu óvígar undir borði.
Í yfirlýsingu sem South First Responders í Ísrael birtu kemur fram að Hamas-liðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. Bráðaliðar samtakanna voru með þeim fyrstu á vettvang voðaverksins í umræddri herstöð.
Yfir 1.400 Ísraelsmenn voru drepnir í árásum Hamas-samtakanna en eins og kunnugt er hafa Ísraelsmenn svarað þeim árásum af gríðarlegri hörku. Innrás Ísraelsher á Gaza-svæðið er sögð yfirvofandi og hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið heimili sín.