fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

„Öfugt bóluefni“ gæti útrýmt sjálfsónæmissjúkdómum

Pressan
Sunnudaginn 15. október 2023 15:00

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa þróað nýja tegund bóluefnis sem segja má að sé „öfugt“. Ástæðan er að í stað þess að virkja ónæmiskerfið þá bælir það ónæmiskerfið.

Þetta „öfuga bóluefni“, sem hefur aðeins verið prófað á músum fram að þessu, gæti dag einn komið að gagni við að takast á við sjálfsónæmissjúkdóma en þeir gera að verkum að ónæmiskerfið ræðst á líkamann.

Live Science segir að mýs, sem voru með sjúkdóm svipaðan og MS, hafi fengið bóluefnið. Bóluefnið sneri sjúkdómseinkennunum við og gerði taugar virkar á nýjan leik.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Biomedical Engineering.

Bóluefnið virkar með þeim hætti að það fær ónæmiskerfið til að telja taugar vera „öruggar“ frekar en óboðna gesti sem þarf að ráðast á.

Enn á eftir að prófa bóluefnið á fólki en sérfræðingar sögðu Live Science að niðurstöðurnar séu mjög spennandi.

Nick Jones, prófessor í lífefnafræði við Swansea háskólann í Wales, kom ekki að rannsókninni en sagði að hugmyndin um að gera þetta á þennan hátt hafi lengi verið uppi og að nýja rannsóknin sé spennandi því hún sýni að aðferðin virðist virka, að minnsta kosti tímabundið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi