Þetta „öfuga bóluefni“, sem hefur aðeins verið prófað á músum fram að þessu, gæti dag einn komið að gagni við að takast á við sjálfsónæmissjúkdóma en þeir gera að verkum að ónæmiskerfið ræðst á líkamann.
Live Science segir að mýs, sem voru með sjúkdóm svipaðan og MS, hafi fengið bóluefnið. Bóluefnið sneri sjúkdómseinkennunum við og gerði taugar virkar á nýjan leik.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Biomedical Engineering.
Bóluefnið virkar með þeim hætti að það fær ónæmiskerfið til að telja taugar vera „öruggar“ frekar en óboðna gesti sem þarf að ráðast á.
Enn á eftir að prófa bóluefnið á fólki en sérfræðingar sögðu Live Science að niðurstöðurnar séu mjög spennandi.
Nick Jones, prófessor í lífefnafræði við Swansea háskólann í Wales, kom ekki að rannsókninni en sagði að hugmyndin um að gera þetta á þennan hátt hafi lengi verið uppi og að nýja rannsóknin sé spennandi því hún sýni að aðferðin virðist virka, að minnsta kosti tímabundið.