fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum glömpum á Venusi

Pressan
Laugardaginn 14. október 2023 18:00

Venus. Mynd:NASA/JPL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þykk og sýrumikil skýin á Venusi sjá til þess að þessi nágrannapláneta okkar er mjög leyndardómsfull. Bjartir glampar hafa sést í skýjunum og áður fyrr var talið að þessi glampar væru eldingar sem ættu jafnvel upptök sín í geimnum.

Vísindamenn hafa lengi velt fyrir sér hvort þessi glampar væru sönnun þess að eldingar eigi sér stað á plánetunni. Ef þetta væru eldingar, þá þyrfti að hanna þau geimför, sem verða send þangað í framtíðinni, þannig að þau þoli að verða fyrir eldingum. Space.com skýrir frá þessu.

Ef rétt er að eldingar eigi sér stað á Venus þá kemst plánetan í góðanfélagsskap jarðarinnar, Júpíters og Satúrnusar en á öllum þessum plánetum verða eldingar. Það væri einnig merkilegt að eldingar eigi sér stað á Venusi því ekkert vatn er í skýjunum þar en talið er að það sé ein frumforsenda þess að eldingar geti myndast.

Vísindamenn hafa því verið nokkuð spenntir fyrir því hvort eldingar geti myndast á Venusi en sönnunargögnin hafa verið frekar takmörkuð til þessa.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að eldingar séu mjög sjaldgæfar á plánetunni. En á móti benda niðurstöðurnar til þess að ljósglamparnir séu loftsteinar að brenna upp í andrúmslofti Venusar.

Rannsóknin hefur verið birt  í vísindaritinu Journal of Geophysical Research: Planets.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum