Vísindamenn hafa lengi velt fyrir sér hvort þessi glampar væru sönnun þess að eldingar eigi sér stað á plánetunni. Ef þetta væru eldingar, þá þyrfti að hanna þau geimför, sem verða send þangað í framtíðinni, þannig að þau þoli að verða fyrir eldingum. Space.com skýrir frá þessu.
Ef rétt er að eldingar eigi sér stað á Venus þá kemst plánetan í góðanfélagsskap jarðarinnar, Júpíters og Satúrnusar en á öllum þessum plánetum verða eldingar. Það væri einnig merkilegt að eldingar eigi sér stað á Venusi því ekkert vatn er í skýjunum þar en talið er að það sé ein frumforsenda þess að eldingar geti myndast.
Vísindamenn hafa því verið nokkuð spenntir fyrir því hvort eldingar geti myndast á Venusi en sönnunargögnin hafa verið frekar takmörkuð til þessa.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að eldingar séu mjög sjaldgæfar á plánetunni. En á móti benda niðurstöðurnar til þess að ljósglamparnir séu loftsteinar að brenna upp í andrúmslofti Venusar.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Geophysical Research: Planets.