fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ógnvekjandi niðurstaða – „Við verðum að segja stopp“

Pressan
Laugardaginn 14. október 2023 22:00

Klámmyndaleikarinn John Holmes. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Það er það sem allt að 90% þess klámefnis, sem er aðgengilegt á Internetinu, inniheldur.

Þetta er niðurstaða kortlagningar sem franska jafnréttisráðið stóð fyrir. The Guardian skýrir frá þessu og segir að farið hafi verið yfir milljónir myndbanda á stærstu alþjóðlegu klámsíðunum.

Niðurstaða rannsóknarinnar var kynnt fyrir ríkisstjórninni nýlega. Í henni er lagt til að lögum verði breytt þannig að hægt verði að lögsækja klámframleiðendur sem og að hægt verði að fjarlægja klámefni til að vernda þá sem eru í myndefninu.

Rannsóknin tók 18 mánuði og var rætt við fjölda fólks og horft á milljónir mynda, þar af margar „sem sýndu „konur“ sem voru niðurlægðar, hlutgerðar, sviptar mannlegri virðingu, beittar ofbeldi, pyntaðar og látnar sæta meðhöndlun sem stríðir gegn mannlegri virðingu og frönskum lögum,“ að því er segir í rannsókninni.

Fram kemur að töluverður hluti myndanna innihaldi pyntingar og í rannsókninni kemur fram að það skipti engu máli hvernig samningar, þeirra sem tóku þátt í myndunum, hljóma því þeir séu ógildir út frá lagalegu sjónarmiði því manneskja geti ekki veitt samþykki fyrir pyntingum, kynferðislegri misnotkun og mansali. Einnig kemur fram að það að taka ofbeldi upp sé ólöglegt og það eigi að refsa fyrir það.

Í rannsókninni eru frönsk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki aðhafst neitt varðandi klámiðnaðinn áratugum saman.

Sylvie Pierre-Brossolette, forstjóri frönsku jafnréttisstofnunarinnar, sagði að árið 2023 sé engin ástæða til að sætta sig við ólöglega hluti af þessu tagi þar sem óhugnanlegum pyntingum sé beitt.  Hún benti á að frönsk börn byrji mjög ung að nota klám og sagði klámefnið vera „skóla fyrir kynferðislegt ofbeldi“ sem verði að stöðva.

„Við verðum að segja stopp,“ sagði Bérangére Couillard, jafnréttisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi