Space.com segir að myndin sé sett saman úr fjölda ljósmynda sem voru teknar af Lunar Reconnaissance Orbiter Camera, sem hefur verið á braut um tunglið síðan 2009, og ShadowCam, sem er í Korea Pathfinder Lunar Orbiter. ShadowCam er 200 sinnum ljósnæmari en eldri myndavélar NASA. Samsetta ljósmyndin sýnir svæðið þar sem ætlunin er að Artemis 3 geimfar NASA lendi innan nokkurra ára.
Gígurinn, sem sést á myndinni, heitir Shackleton. Það var ShadowCam sem tók myndina af honum en myndavélin er sérhönnuð til að taka myndir af stöðum þar sem er skuggsælt. Gígurinn er um 20 km á breidd og 1,3 km á dýpt.