Hann sagði að veggjalýs hafi fundist í 17 stofnunum og nú sé búið að loka sjö þeirra.
The Guardian segir að franska ríkisstjórnin hafi fundað nokkrum sinnum í síðustu viku vegna sívaxandi veggjalúsavanda á sama tíma og HM í ruðningi fer fram í landinu og París er að undirbúa sig undir Ólympíuleikana á næsta ári.
Attal sagði að þrátt fyrir að sjö skólum hafi verið lokað þá sé rétt að hafa í huga að um 60.000 opinberar stofnanir séu í landinu og það séu aðeins nokkrar sem hafi verið lokað en hins vegar sé rétt að tilfellum veggjalúsafaraldurs fari fjölgandi. Tafarlausra aðgerða sé þörf þegar slík tilfelli koma upp, þannig að hægt sé að grípa til aðgerða innan sólarhrings.
Bókasafn í Amiens var opnað á nýjan leik á laugardaginn eftir að hafa verið lokað í nokkra daga eftir að veggjalýs sáust í lessal þess. Sérþjálfaðir hundar voru notaðir til að leita að veggjalús eftir að eitrað hafði verið á safninu og fundu þeir þá engin ummerki um þessi hvimleiðu dýr.