Sky News segir að Jennifer Hammond og Christina White hafi horfið fyrir um tuttugu árum og hafi líkamsleifar þeirra fundist með nokkurra kílómetra millibili í afskekktum skógi um 15 km frá heimili Ross.
Charlotte Sena hvarf á laugardagskvöldið þegar hún var að hjóla í Moreau Lake State Park, sem er um 60 km norðan við Albany. Mikil leit hófst strax að henni. Böndin bárust að Ross vegna lausnargjaldskröfu sem var send heim til Sena. Fingraför hans fundust á bréfinu.
Fingraför hans voru á skrá lögreglunnar vegna þess að hann var handtekinn 1999 fyrir ölvun við akstur.
Rannsókn lögreglunnar beinist nú að hugsanlegum tengslum Ross við hvarf Jennifer Hammond, sem var 18 ára þegar hún hvarf 2003, og Christina White, sem var 19 ára þegar hún hvarf tveimur árum síðar.
Líkamsleifar þeirra fundust í Lake Desolation State Forest sem er um 15 km frá þeim stað þar sem þær sáust síðast á lífi.
Lögreglan segir að á þessum tíma hafi hún ekki hafa nein gögn sem tengdu Ross við morðin og ekki sé hægt að segja til um hvort svo sé en það sé til rannsóknar.