fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Rannsaka hvort barnsræninginn tengist óleystum morðmálum

Pressan
Miðvikudaginn 11. október 2023 07:00

Charlotte og Craig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Craig Nelson Ross Jr. er í gæsluvarðhaldi í New York, grunaður um að hafa numið Charlotte Sena, níu ára, á brott í síðustu viku. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einnig að hvort Ross tengist tveimur óleystum morðmálum frá því fyrir tuttugu árum.

Sky News segir að Jennifer Hammond og Christina White hafi horfið fyrir um tuttugu árum og hafi líkamsleifar þeirra fundist með nokkurra kílómetra millibili í afskekktum skógi um 15 km frá heimili Ross.

Charlotte Sena hvarf á laugardagskvöldið þegar hún var að hjóla í Moreau Lake State Park, sem er um 60 km norðan við Albany. Mikil leit hófst strax að henni. Böndin bárust að Ross vegna lausnargjaldskröfu sem var send heim til Sena. Fingraför hans fundust á bréfinu.

Fingraför hans voru á skrá lögreglunnar vegna þess að hann var handtekinn 1999 fyrir ölvun við akstur.

Rannsókn lögreglunnar beinist nú að hugsanlegum tengslum Ross við hvarf Jennifer Hammond, sem var 18 ára þegar hún hvarf 2003, og Christina White, sem var 19 ára þegar hún hvarf tveimur árum síðar.

Líkamsleifar þeirra fundust í Lake Desolation State Forest sem er um 15 km frá þeim stað þar sem þær sáust síðast á lífi.

Lögreglan segir að á þessum tíma hafi hún ekki hafa nein gögn sem tengdu Ross við morðin og ekki sé hægt að segja til um hvort svo sé en það sé til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu