fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Mont Blanc skreppur saman

Pressan
Miðvikudaginn 11. október 2023 08:00

Mont Blanc. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tveimur árum hefur Mont Blanc, sem hæsta fjall Evrópu, skroppið saman um tvo metra. Franskir vísindamenn skýrðu frá þessu á föstudaginn. Hæð fjallsins er mæld annað hvert ár og að þessu sinni reyndist það vera 4805,59 metrar en í september 2021 var það 4807,81 metrar.

Vísindamennirnir skýrðu frá þessu á ráðstefnu í Chamonix og sögðu að nú sé það hlutverk jöklafræðinga, loftslagsfræðinga og annarra vísindamanna að skoða mælingagögnin ofan í kjölinn til að skýra hvað veldur þessu.

Luc Moreau, jöklafræðingur, sagði að í ljósi loftslagsbreytinganna muni vöktun á breytingunum gera fólki auðveldara fyrir að skilja áhrif þeirra.

Það eru svo sem engin ný tíðindi að Mont Blanc skreppi saman því fjallið hefur skroppið saman í rúmlega áratug.

2007 mældist fjallið 4810,90 metrar, eða fimm metrum hærra en það er í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu