Vísindamennirnir skýrðu frá þessu á ráðstefnu í Chamonix og sögðu að nú sé það hlutverk jöklafræðinga, loftslagsfræðinga og annarra vísindamanna að skoða mælingagögnin ofan í kjölinn til að skýra hvað veldur þessu.
Luc Moreau, jöklafræðingur, sagði að í ljósi loftslagsbreytinganna muni vöktun á breytingunum gera fólki auðveldara fyrir að skilja áhrif þeirra.
Það eru svo sem engin ný tíðindi að Mont Blanc skreppi saman því fjallið hefur skroppið saman í rúmlega áratug.
2007 mældist fjallið 4810,90 metrar, eða fimm metrum hærra en það er í dag.