fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Milljarðamæringurinn sem dó fátækur – Átti hvorki heimili né bíl áður en hann dó

Pressan
Miðvikudaginn 11. október 2023 22:00

Chuck Feeney. Mynd:Atlantic Philanthropies

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski milljarðamæringurinn og mannvinurinn Chuck Feeney er látinn, 92 ára að aldri. Óhætt er að segja að saga þessa magnaða kappa sé merkileg enda gaf hann alla þá átta milljarða dollara sem hann átti til góðgerðarmála.

Chuck auðgaðist verulega á með sölu á tollfrjálsum varningi í keðjunni Duty Free Shoppers. Chuck var rétt svo á miðjum aldri þegar hann fór að lifa eftir þeirri hugsjón að sælla væri að gefa en þiggja. Skynsamlegra væri að nota auð sinn í þágu góðgerðarmála á meðan maður er á lífi í stað þess að stofna sjóð sem hluta af erfðaskránni.

Chuck stofnaði góðgerðarsamtökin Atlantic Philanthropies árið 1982 og gaf hann átta milljarða dollara í gegnum samtökin. Hann lét lítið á því bera og kaus að gera það í skjóli nafnleysis fyrst um sinn, eða allt þar til dómsmál árið 1997 gerði það að verkum að hann þurfti að opinbera hver hann væri.

Gjafmildi hans og vinna við góðgerðarmál veitti milljarðamæringunum Bill Gates og Warren Buffett hugmyndina að stofnun Giving Pledge sem vinnur að því að fá auðmenn um allan heim til að gefa að minnsta kosti helming auðæfa sinna til góðgerðarmála áður en þeir deyja.

Segja má að Chuck hafi stefnt að því að deyja fátækur og það tókst á mánudag þegar hann lést á heimili sínu í San Francisco.

Í umfjöllun CNN Business kemur fram að Chuck hafi ekki átt eigið heimili eða ökutæki síðustu áratugina og þá hafi hann gengið um með armbandsúr sem kostaði 10 dollara.

„Þú getur ekki tekið peningana með þér svo af hverju ekki að gefa þá og ráða sjálfur hver fær þá og ná að sjá árangurinn með þínum eigin augum,“ sagði hann meðal annars um hugsunina að baki gjafmildi sínu á sínum tíma.

Atlantic Philanthropies-samtökin voru leyst upp árið 2020 enda búin að ljúka hlutverki sínu. Við það tilefni sagði Chuck:

„Ég er mjög ánægður með að við náðum að ljúka þessu á meðan ég er enn hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður