Líkamsleifarnar voru rotnaðar og ekki er vitað hvað útfararstjóranum gekk til með því að geyma þær.
Talsmaður lögreglunnar sagði að um „ógnvekjandi“ fund sé að ræða og nú sé mikil vinna fram undan við að bera kennsl á líkamsleifarnar. Það verður gert með því að rannsaka fingraför, tennur og gera DNA-rannsóknir.
Eftir því sem tekst að bera kennsl á líkin verður ættingjum hinna látnu tilkynnt að hlutar af ástvinum þeirra hafi fundist hjá útfararstjóranum.
Útfararstofan sér um svokallaðar „umhverfisvænar“ útfarir þar sem engin smurningarefni eru borin á líkin.
Það var viðbjóðslegur óþefur, sem lagði frá útfararstofunni, sem varð til þess að nágrannar höfðu samband við lögregluna.