fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

NASA fann hugsanlega líf á Mars fyrir 50 árum og drap það

Pressan
Sunnudaginn 8. október 2023 16:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Viking geimför Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA lentu á Mars árið 1976 drápu þau hugsanlega örverur sem voru í steinum þar.

Þetta kemur fram í grein eftir Dirk Schulze-Makuch, stjarneðlisfræðing við Tækniháskólann í Berlín, á vef Big Think. Aðrir vísindamenn eru fullir efasemda um þessa kenningu hans.

Schulze-Makuch segir að NASA hafi hugsanlega fyrir slysni uppgötvað líf á Mars þegar Viking geimförin lentu þar en einnig drepið það fyrir slysni áður en vísindamenn áttuðu sig á að um líf væri að ræða.

Í greininni segir hann að Viking geimförin hafi tekið steina upp af yfirborðinu og gert tilraunir á þeim. Þær hafi síðan drepið lífverur sem voru í þeim.

Schulze-Makuch segir að mörgum kunni að finnast þessi tilgáta hans ögrandi en bendir á að svipaðar örverur lifi hér á jörðinni og ekki sé hægt að útiloka að þær geti verið að finna á Mars.

Viking 1 og 2 geimförin lentu á Mars 1976 og gerðu nokkrar tilraunir þar. Niðurstöður þeirra þóttu ruglandi og valda vísindamönnum enn heilabrotum. Sumar þeirra skiluðu niðurstöðum sem styðja kenningar um að líf sé að finna á Mars en aðrar skiluðu algjörlega gagnstæðri niðurstöðu. Þegar upp var staðið varð þetta til að flestir vísindamenn töldu að geimförin hefðu ekki fundið vísbendingar um líf á Mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad