fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ljónheppinn áhugamaður datt í lukkupottinn

Pressan
Sunnudaginn 8. október 2023 07:30

Sverðin góðu. Mynd: Cotswold District Council

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljónheppinn breskur áhugamaður um fjársjóðsleit datt svo sannarlega í lukkupottinn nýlega þegar hann var með málmleitartækið sitt við leit í North Cotswold á Englandi. Hann fann tvö 1.800 ára gömul rómversk riddarasverð og voru þau í því sem eftir var af tréslíðrum þeirra.

BBC segir að maðurinn, Glenn Manning, hafi fundið sverðin í mars þegar hann tók þátt í samkomu áhugafólks um fornleifaleit. Fram kemur að fornleifafræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu að sverðin séu sömu gerðar og rómverskir riddarar notuðu á tímum Rómarveldis á milli fyrstu og annarrar aldar eftir Krist.

Miðað við lögun sverðanna komust fornleifafræðingarnir að þeirri niðurstöðu að þau séu frá síðari hluta annarrar aldar eftir Krist og hafi líklega verið notuð af riddurum eða almennum borgurum.

Emma Stuart, forstjóri Corinium safnins, segir í YouTube-myndbandi, að sverðin staðfesti að rómverski herinn hafi verið í norðurhluta Cotswold og að þetta sé „gríðarlega mikilvægur fornleifafundur“.

Aðeins fjögur rómversk sverð hafa fundist á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking