BBC segir að maðurinn, Glenn Manning, hafi fundið sverðin í mars þegar hann tók þátt í samkomu áhugafólks um fornleifaleit. Fram kemur að fornleifafræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu að sverðin séu sömu gerðar og rómverskir riddarar notuðu á tímum Rómarveldis á milli fyrstu og annarrar aldar eftir Krist.
Miðað við lögun sverðanna komust fornleifafræðingarnir að þeirri niðurstöðu að þau séu frá síðari hluta annarrar aldar eftir Krist og hafi líklega verið notuð af riddurum eða almennum borgurum.
Emma Stuart, forstjóri Corinium safnins, segir í YouTube-myndbandi, að sverðin staðfesti að rómverski herinn hafi verið í norðurhluta Cotswold og að þetta sé „gríðarlega mikilvægur fornleifafundur“.
Aðeins fjögur rómversk sverð hafa fundist á svæðinu.