fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Vita loks af hverju þýsk villisvín eru geislavirk – Ekki af völdum Chernobyl

Pressan
Laugardaginn 7. október 2023 18:00

Villisvín. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur valdið vísindamönnum heilabrotum áratugum saman að villisvín í Bæjaralandi í Þýskalandi eru mörg hver geislavirk. Á sama tíma hafa aðeins sárafá dýr af öðrum tegundum greinst geislavirk.

Margir töldu að geislavirknina mætti rekja til Chernobyl en þar varð mikið kjarnorkuslys 1986 þegar kjarnakljúfur sprakk og geislavirkni barst víða um Evrópu.

Live Science segir að nú sé komið í ljós að það sé geislavirkni frá kjarnorkuvopnum, sem voru sprengd fyrir rúmlega 60 árum, sem gerir að verkum að villisvínin eru geislavirk. Er talið að geislavirknin hafi borist í svínin í gegnum uppáhaldsfæðu þeirra, sveppi.

Geislavirkni frá Chernobyl barst til Bæjaralands í kjölfar slyssins í apríl 1986. Sum geislavirk efni geta verið til staðar í náttúrunni í mjög langan tíma. Má þar nefna að Cesium-137, sem er notað í kjarnakljúfum eins og í Chernobyl, þarf um 30 ár til að helmingast í náttúrunni. Cesium-135, sem tengist sprengingum með kjarnorkuvopnum, þarf mun lengri tíma til að helmingast eða 2,3 milljónir ára.

Villisvín í Bæjaralandi hafa verið töluvert geislavirk síðan slysið varð í Chernobyl og það þrátt fyrir að geislavirkni í öðrum skógardýrum hafi minnkað. Þar sem Cesium-137 helmingast á 30 árum mátti reikna með að geislavirknin í svínunum myndi minnka með árunum en það gerðist ekki. Þetta þótti undarlegt því talið var að það væri geislavirkni frá Chernobyl sem bærist í dýrin.

En samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Environmental Science and Technology, er það geislavirkni frá kjarnorkuvopnasprengingum á tíma kalda stríðsins sem veldur því að svínin eru geislavirk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður