fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Tollverðir fengu áfall þegar þeir sáu hvað var í farangri konunnar

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 6. október 2023 09:30

Hér má sjá það sem tollverðir lögðu hald á.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tollverðir á flugvöllum eiga það til að sjá ótrúlegustu hluti í farangri farþega.

Tollverðir á flugvellinum í Minnesota í Bandaríkjunum gætu þó þurft að bíða lengi eftir að sjá eitthvað viðlíka og þeir sáu í farangri konu einnar á dögunum.

Konan var að koma heim til Bandaríkjanna frá Kenía þann 29. september síðastliðinn þegar hún gaf sig á tal við tollverði og útskýrði að fyrra bragði hvað hún var með í töskunni.

Í farangrinum var búið að pakka inn nokkrum brúnum kúlum og viðurkenndi konan að um væri að ræða skít úr gíraffa.

Konan útskýrði að hún væri skartgripahönnuður og ætlaði sér einmitt að búa til hálsmen úr úrganginum. Það hefði hún gert áður með góðum árangri, til dæmis hefði hún búið til skartgripi úr því sem elgir skila frá sér.

Tollverðir lögðu hald á skítinn og var honum fargað, að því er fram kemur í frétt CBS News. Engir eftirmálar verða af atvikinu þar sem konan reyndi ekki að smygla skítnum inn í landið. Skipti höfuðmáli að hún hafi framvísað hinum óvenjulega farangri við komuna til landsins.

Tekið er fram í frétt ABC News að gjörningur konunnar hefði getað haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir hana og þann sem myndi ganga með hálsmenið á sér. Úrgangur úr villtum dýrum geti borið með sér hættulegar veirur sem valdið geta alvarlegum veikindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu