fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Nú er Netflix hætt þessu

Pressan
Föstudaginn 6. október 2023 18:00

Eftir 25 ár er Netflix hætt þessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netflix var stofnað  fyrir 25 árum á grunni hugmyndar um að viðskiptavinir gætu leigt sér DVD-mynd og fengið hana senda með pósti. Þannig gat fólk sloppið við að þramma út á næstu vídeóleigu en á þessum tíma voru þær enn til.

En á þessum aldarfjórðungi hefur margt breyst og þar á meðal Netflix sem er orðin streymisveita og frá og með síðasta föstudegi er hægt að segja með sanni að Netflix sé eingöngu streymisveita því þann dag fékk síðasti bandaríski viðskiptavinurinn DVD með póstinum. Eftir það var útleigu DVD hætt.

Í upphafi var viðskiptamódel Netflix að viðskiptavinir fóru inn á netflix.com og pöntuðu þær myndir sem þeir vildu gjarnan sjá. Netflix sendi þeim síðan myndirnar á DVD ásamt umslagi til að senda þær aftur til baka.

Þetta var auðvitað auðvelt og þægilegt en nú hefur þetta viðskiptamódel beðið lægri hlut fyrir streymisveituhluta Netflix og auðvitað hinum keppinautunum á markaðnum, til dæmis Disney+, HBO Max og Apple TV+.

Netflix birti myndband á föstudaginn þar sem þessara tímamóta er minnst.

Í heildina voru 5,2 milljarðar DVD-diska sendir með pósti á þessum 25 árum. Fyrsta myndin sem var send út var „Beetlejuice“ en það gerðist 10. mars 1998.

Flestar útleigur á einum degi áttu sér stað 2011 þegar 4,9 milljónir mynda voru sendar til viðskiptavina. Þetta sama ár náði fjöldi viðskiptavina hámarki en þeir voru þá 20 milljónir. Þá voru fjögur ár síðan streymisþjónustan var kynnt til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum