Það var líbíski einræðisherrann Muammar Gaddafi sem sagði fyrst „Bunga, bunga!“ í gríni en þetta endaði með að vera notað yfir kynlífspartí Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
„Bunga, bunga!“ partíin komust í hámæli 2010 þegar magadansari einn, unglingsstúlka, var handtekin af lögreglunni. Í kjölfarið afhjúpaði hún safarík smáatriði um kynlífspartí Berlusconi.
„Tveir ítalskir stjórnmálamenn eru teknir höndum af afrískum ættbálki og bundnir við staura. Ættbálkahöfðinginn gefur öðrum stjórnmálamanninum kost á að velja á milli þess að deyja eða bunga, bunga. Stjórnmálamaðurinn valdi bunga, bunga.
Bunga, bunga reyndist þýða að stjórnmálamaðurinn var neyddur til að stunda kynlíf. Allir úr ættbálknum neyddu hann til kynlífs og þegar ættarhöfðinginn sneri sér að hinum Ítalanum og spurði hann sömu spurningar, svaraði skelfingu lostinn Ítalinn: „Ég vil heldur deyja.“
Ættarhöfðinginn svaraði: „Gott. Þú munt deyja, en fyrst skulum við stunda svolítið bunga, bunga.““
Eitthvað á þessa leið hljómaði brandarinn þegar Muammar Gaddafi sagði hann. Berlusconi sagði bandaríska blaðamanninum Alan Friedman hann og birti hann brandarann í bók sinn „My Way: Berlusconi in His Own Words“.
Áður en bókin kom út urðu „bunga, bunga“ partí Berlusconi fræg í kjölfar þess að hin 17 ára marokkóska magadansmær Karima El Mahroug var handtekin 2010. Hún hafði stolið skartgripum að verðmæti um 400.000 íslenskra króna.
Þegar Berlusconi frétti af handtöku hennar hringdi hann á lögreglustöðina og beitti áhrifum sínum til að fá hana látna lausa. Hann sagði lögreglunni að Mahrough væri frænka Hosni Mubarak, þáverandi forseta Egyptalands, og fékk hana látna lausa. Þegar saksóknari frétti af þessum afskiptum Berlusconi hóf hann rannsókn á málinu.
Ruby Rubacuori var kölluð til yfirheyrslu vegna málsins og skýrði frá „bunga, bunga“ partíum Berlusconi.
Margar sögur komu fram um þessi partí og komu sumar þeirra frá konum sem fengu greitt fyrir að taka þátt í þeim. Sýna þær að engin bönd héldu Berlusconi þegar kom að því að halda þessi partí.
Í réttarhöldum yfir honum lögðu saksóknarar fram vitnisburð 33 kvenna sem höfðu annað hvort fengið greitt fyrir að taka þátt í partíunum eða loforð um vinnu á einhverri af sjónvarpsstöðvum hans ef þær tækju þátt í skipulögðum kynlífspartíum á hans vegum.
Í þessum kynlífspartíum áttu konurnar meðal annars að taka þátt í erótískri athöfn fyrir Berlusconi og vini hans.
Samkvæmt öðrum sögum lét Berlusconi setja styttur með mjög stóran getnaðarlim inn í herbergi eitt og í kjölfarið voru margar konur látnar sleikja kynfæri styttunnar.
Berlusconi var dæmdur í sjö ára fangelsi 2013 fyrir misnotkun valds og fyrir að hafa greitt ólögráða stúlku fyrir kynlíf. Hann var síðar sýknaður á æðra dómstigi.