fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Atvinnulaust ungt fólk kaupir lottómiða í stórum stíl

Pressan
Föstudaginn 6. október 2023 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuleysi meðal ungra Kínverja hefur náð nýjum og áður óþekktum hæðum. Á sama tíma hefur salan á lottómiðum aukist mjög mikið.

Slæmar tölur um gang efnahagslífsins hafa dunið á Kínverjum síðustu marga mánuði í röð og margir hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðu efnahagsmála í landinu.

Hátt atvinnuleysishlutfall fólks á aldrinum 16 til 24 ára er mikið áhyggjuefni fyrir kínverska stjórnmálamenn en í júní var atvinnuleysið í þessum aldurshópi 21,3% samkvæmt opinberum tölum en kínverskur almenningur segir varlegt að treysta þeim og að hlutfallið sé mun hærra, jafnvel allt að 40%.

En mitt í þessu mikla atvinnuleysi hefur salan á lottómiðum aukist mánuð eftir mánuð. Í ágúst var sölumet slegið en þá var salan 53,6% meiri en í ágúst 2022. Seldust lottómiðar fyrir sem svarar til um 1.000 milljarða íslenskra króna. Kínverska Xinhua fréttastofan skýrði nýlega frá þessu.

Á fyrstu átta mánuðum ársins seldust lottómiðar fyrir sem svarar til um 7.500 milljarða íslenskra króna og var það 51,6% aukning frá sama tíma 2022.

Margir Kínverjar telja samhengi á milli atvinnuleysis ungs fólks, síhækkandi húsnæðiskostnaðar, efnahagslegrar niðursveiflu og aukningar á sölu lottómiða.

„Ungt fólk vill frekar vinna 5 milljónir í lottói en þéna 5 milljónir með að vinna,“ skrifaði einn notandi á kínverska bloggvefnum Weibo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður