fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ósáttar stúdínur – Samnemendur fróa sér í kennslustundum

Pressan
Fimmtudaginn 5. október 2023 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Typpamyndir, kynfæri sýnd og sjálfsfróun í kennslustundum. Þetta er það sem stúdínur í Christian Albrecht háskólanum í Kiel í Þýskalandi búa við. Sumir karlkyns samnemendur þeirra senda typpamyndir og fróa sér á meðan kennsla stendur yfir.

Stúdínurnar hafa nú kvartað formlega undan þessu og mismunun í tölvudeild skólans. Í samtali við blað skólans, Der Albrecht, sögðu stúdínur að þær fá reglulega sendar typpamyndir og óviðurkvæmileg skilaboð.

Margar sögðust hafa upplifað að karlkyns nemendur hafi berað kynfæri sín og jafnvel fróað sér í kennslustundum.

Prófessor einn er sagður hafa beðið stúdenta um að klappa þegar stúdína ein svaraði spurningu hans rétt.

Fjórum körlum hefur nú verið vísað úr námi vegna málsins.

Yfirstjórn háskólans veit af vandamálinu og sagði í samtali við SHZ að „búið sé að afgreiða málin“ og að gripið hafi verið „til nauðsynlegra aðgerða“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður