fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Blóðbað í dönskum dýragarði þegar úlfur slapp út

Pressan
Fimmtudaginn 5. október 2023 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku slapp heimskautaúlfur úr úlfagirðingunni í Ree Park Safari í Ebeltoft í Danmörku. Úr varð mikið blóðbað áður en starfsfólki tókst að drepa úlfinn.

Ekstra Bladet segir að aðfaranótt 27. september hafi heimskautaúlfur sloppið út úr úlfagirðingunni í dýragarðinum. Þegar upp var staðið lá 31 flamingófugl í valnum, tveir hvítir storkar og ein trana.

Jesper Stagegaard, forstjóri dýragarðsins, sagði í samtali við Ekstra Bladet að veiðieðli úlfsins hafi rekið hann áfram. Hann hafi ekki verið hungraður, bara hreint veiðieðli hafi tekið stjórnina.

Úlfurinn slapp ekki heill frá þessu því hann var skotinn. Stagegaard sagði að engin áhætta hafi verið tekinn og því hafi hann verið skotinn. Hætta hafi verið á að hann myndi uppgötva önnur dýr í garðinum og leggja til atlögu við þau. Til dæmis apasvæði þar sem aparnir ganga lausir.

Úlfurinn slapp út með því að grafa sig „brjálæðislega“ djúpt niður og undir girðinguna að sögn Stagegaard. Girðingin uppfyllir allar þær kröfur sem eru gerðar til slíkrar girðingar í kringum úlfa en rætur frá tré einu gerðu að verkum að úlfurinn átti ekki í miklum vandræðum með að grafa sig undir hana.

Nú þarf dýragarðurinn að byggja flamingóstofninn upp á nýjan leik en margra ára vinna lá að baki uppbyggingu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi