fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Lisa Marie Presley er látin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 04:39

Lisa Marie Prestley. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan og lagahöfundurinn Lisa Marie Presley er látin. Hún var 54 ára. Hún var dóttir Elvis Presley og Priscilla Presley.

„Það er með sorg í hjarta sem ég neyðist til að deila þeirri hræðilegu frétt að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ skrifaði Priscilla Presley í tilkynningu sem hún sendi People í nótt.

Lisa Marie var flutt með sjúkrabifreið frá heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu í gær eftir að hún hafði líklega fengið hjartastopp.

Síðast sást hún opinberlega á þriðjudaginn á Golden Globe verðlaunahátíðinni. Þar var hún með móður sinni og leikaranum Austin Butler, sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Elvis“. Hann fékk Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni.

Lisa Marie fæddist í Memphis í Tennessee þann 1. febrúar 1968, nákvæmlega níu mánuðum eftir brúðakup foreldra sinna. Faðir hennar var þá á hátindi ferilsins en hann lést í ágúst 1977 á heimili sínu í Graceland í Memphis. Lisa Marie var heima hjá honum þegar það gerðist en þegar þarna var komið við sögu voru fjögur ár liðin frá skilnaði foreldra hennar.

Líf Lisa Marie var stormasamt. Hún reyndi að feta í fótspor föður síns í tónlistinni og náð smávegis árangri en ekki í líkingu við það sem faðir hennar hafði afrekað. Hún gaf út þrjár plötur.

Hún átti fjögur hjónabönd að baki. Þar á meðal þriggja mánaða hjónaband með leikaranum Nicolas Cage og 21 mánaða hjónaband með poppstjörnunni Michael Jackson. Áður en hún giftist Jackson var hún gift Danny Keough og eignuðust þau tvö börn.

Hún giftist Michael Lockwood, sem lék á gítar í hljómsveit hennar, 2006. Þau eignuðust tvíbura 2008 en það slitnaði upp úr hjónabandinu og 2016 var gengið frá skilnaði þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri