fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Heimsókn Kim Jong-un til Pútíns er lokið

Pressan
Þriðjudaginn 19. september 2023 07:00

Kim Jong-un er mjög reiður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, lagði á sunnudaginn af stað heim á leið eftir sex daga heimsókn hjá Vladímír Pútín í Rússlandi. Umheimurinn hefur áhyggjur af að þeir félagar hafi gert samning um að Norður-Kórea útvegi Rússum skotfæri og hugsanlega vopn gegn því að fá aðgang að tækni til að senda gervihnetti á braut um jörðina og jafnvel tækni sem er hægt að nota í kafbáta og kjarnorkuvopn.

The Guardian segir að Kim hafi lagt af stað heim frá Primorye-héraðinu í austurhluta Rússlands eftir kveðjuathöfn á lestarstöðinni en einræðisherrann fór í brynvarinni járnbrautarlest sinni í þessa langferð.

Ferðin var fyrsta ferð hans út fyrir landsteinana í rúmlega fjögur ár. Hann hitti Pútín og heimsótti hergagnaverksmiðjur og verksmiðjur sem framleiða hátæknibúnað. Hann heimsótti einnig háskóla og horfði á sýningu í sædýrasafni.

Heimsóknin sýndi að Rússar og Norður-Kóreumenn eiga svipaðra hagsmuna að gæta en bæði ríkin eiga í útistöðum við Vesturlönd.  Bandarískir og suðurkóreskir embættismenn hafa sagt að Kim gæti hafa fallist á að láta Pútín skotfæri í té gegn því að fá aðgang að háþróaðri tækni sem getur nýst í kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“