fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Heimsókn Kim Jong-un til Pútíns er lokið

Pressan
Þriðjudaginn 19. september 2023 07:00

Kim Jong-un er mjög reiður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, lagði á sunnudaginn af stað heim á leið eftir sex daga heimsókn hjá Vladímír Pútín í Rússlandi. Umheimurinn hefur áhyggjur af að þeir félagar hafi gert samning um að Norður-Kórea útvegi Rússum skotfæri og hugsanlega vopn gegn því að fá aðgang að tækni til að senda gervihnetti á braut um jörðina og jafnvel tækni sem er hægt að nota í kafbáta og kjarnorkuvopn.

The Guardian segir að Kim hafi lagt af stað heim frá Primorye-héraðinu í austurhluta Rússlands eftir kveðjuathöfn á lestarstöðinni en einræðisherrann fór í brynvarinni járnbrautarlest sinni í þessa langferð.

Ferðin var fyrsta ferð hans út fyrir landsteinana í rúmlega fjögur ár. Hann hitti Pútín og heimsótti hergagnaverksmiðjur og verksmiðjur sem framleiða hátæknibúnað. Hann heimsótti einnig háskóla og horfði á sýningu í sædýrasafni.

Heimsóknin sýndi að Rússar og Norður-Kóreumenn eiga svipaðra hagsmuna að gæta en bæði ríkin eiga í útistöðum við Vesturlönd.  Bandarískir og suðurkóreskir embættismenn hafa sagt að Kim gæti hafa fallist á að láta Pútín skotfæri í té gegn því að fá aðgang að háþróaðri tækni sem getur nýst í kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?