fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Þess vegna áttu aldrei að sturta niður á meðan þú situr á klósettinu

Pressan
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega teljum við okkur flest hafa náð nokkrum góðum tökum á salerninu og þeim athöfnum sem hefðbundið fara þar fram. Þó er maður vissulega aldrei of gamall til að læra eitthvað nýtt.

Læknanemi og áhrifavaldur hefur nú varað fólk við því að sturta niður á meðan það situr enn á salerninu.

Mehraveh Seyyed Sayyah segir að þessi athöfn, sem virðist mögulega sárasaklaus, geti verið kostnaðarsöm.

„Þegar sturtað er niður án þess að klósettsetunni sé lokað, þá geta litlir dropar með bakteríum skotist upp í loftið og dreift sér í allt að tveggja metra fjarlægð frá salerninu.“

Í klósettskálinni geti verið ýmsar óskemmtilegar bakteríur, sérstaklega í kjölfar lengri klósettferðar. Þetta eru bakteríur á borð við E.coli og stafílókokkar, sem fáum þykir fýsilegt að anda að sér, eða þá að fá þær beint aftur á rassinn eftir að hafa losað þær úr rassinum, ef maður sturtar á meðan maður situr. E.coli getur valdið svæsinni magapest, og stafílókokkar geta valdið útbrotum og graftarkýlum, og svo valdið lungnabólgu og alvarlegri sýkingum ef þeir komast í blóðrásina.

Þess vegna, segir Sayyah, áttu alltaf að loka klósettinu áður en þú sturtar niður og alls ekki sturta á meðan þú situr enn á klósettinu.

Áhrifavaldurinn deildi þessum skilaboðum á TikTok og þar virtust netverjar helst furða sig á því að nokkur skuli sturta niður á meðan enn er setið á klósettinu.

„Hver í fjáranum gerir slíkt? Einhver sem óttast ekkert?“

„Ég geri þetta ekki, en fávita afkvæmin mín sturta stundum niður á meðan ég sit enn á klósettinu“

Vísindamenn hafa eins bent á að það sé góð venja að loka klósettinu þar sem bakteríur eru annars fljótar að sleppa þaðan þegar sturtað er niður. Rakadropar frá vatninu komast þá út í loftið og geta dokað þar drykklanga stund sem felur í sér sýkingarhættu. Jafnvel geti litlar agnir úr klósettinu komist upp í nefið á fólki og fest sig þar við nefhárin áður en þær hefja ferðalag sitt niður í lungun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður