fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Seldi hundi íbúð og var handtekinn í kjölfarið

Pressan
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 16:30

Hundur af tegundinni pug Mynd: Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranskur fasteignasali er í djúpum vanda eftir að hafa selt hundi íbúð en í kjölfarið var hann handtekinn af lögregluyfirvöldum og á yfir höfði sér refsingu. Fjallað er um málið á vef News.com. 

Athygli yfirvalda á málinu kviknaði þegar myndskeið af viðskiptagjörningnum fór á flug á samfélagsmiðlum, Þar mátti sjá eigendur hundsins, sem heitir Chester, undirrita samning þar sem þau afsala sér íbúðinni til hundsins. Hinn ferfætti fasteignamógúll fær síðan aðstoð eigenda sinn til að dýfa loppunni ofan í blek og „undirrita“ síðan afsalið. Fylgdi með sögunni að parið ætti engin börn og hafi viljað ánafna hundinum þessari stærstu eign þeirra.

Haft er eftir Reza Tabar, saksóknara, að umræddur gjörningur eigi sér enga stoð í lögum en öllu verra sé að hann grafi undan siðferði í landinu og á þeim grundvelli var fasteignasalinn, sem ekki var nafngreindur, handtekinn og má búast við ákæru.

Þrátt fyrir að gæludýraeign, sérstaklega á köttum og hundum, færist í vöxt í Íran þá eru hundar samt álitnir óhreinir og hafa íhaldssamir klerkar barist gegn því að þeir séu haldnir sem gæludýr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu