fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hvaða dýr er með mesta bitkraftinn?

Pressan
Laugardaginn 19. ágúst 2023 17:30

T rex á veiðum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrannosaurus rex og Megalodon koma endurtekið fyrir í kvikmyndum og ekki að ástæðulausu því bit þeirra var ótrúlega sterkt og áttu dýrin ekki í neinum vandræðum með að bíta nánast hvað sem var í sundur. En hvaða dýrategund, bæði núlifandi og útdauðar, eru með mesta bitkraftinn?

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem hefur verið birt í Frontiers, er bitkraftur aflið sem myndast þegar vöðvar og bein í kjálkunum bíta saman.

Dýr, sem eru með mikinn bitkraft, eiga yfirleitt ekki í neinum vandræðum með að bíta saman þegar þau eru með bráð í kjaftinum. Sum rándýr geta meira að segja bitið í gegnum sérstaklega þykka brynvörn dyra.

Af núlifandi dýrategundum þá er það saltvatnskrókódíllinn sem er með mesta bitkraftinn eða 16.460 njúton eftir því sem kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu PLOS one 2012. Hugsanlega er bitkraftur tveggja annarra tegunda meiri en hann hefur ekki verið mældur því dýrin lifa í sjó og því ekki hægt um vik að gera mælingar af þessu tagi. Önnur tegundin er hvíthákarl en bitkraftur hans er talinn vera um 18.000 njúton. Bitkraftur háhyrninga er talinn enn meiri, eða 84.516 njúton að því er segir í rannsókn frá 2008 sem var birt í Journal of Zoology.

Hvað varðar útdauðar tegundir þá var T. rex líklegast með mesta bitkraftinn af landdýrum eða um 35.000 njúton. Risahákarlinn Megalodon var líklega á toppnum hjá sjávardýrum með bitkraft upp á ein 182.200 njúton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður