fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fjöldahandtökur eftir kirkjubruna og skemmdarverk

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 15:00

Kirkja Hjálpræðishersins í Jaranwala í Pakistan eins og hún lítur út eftir íkveikju/Skjáskot: Youtube-AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 100 manns voru handteknir eftir að kveikt var í kirkjum og skemmdarverk unnin á heimilum kristinna í borginni Jaranwala í austanverðu Pakistan í gær.

Kveikjan að óöldinni var sú að tveir kristnir menn í borginni eru sakaðir um að  hafa rifið blaðsíður úr Kóraninum, helgasta riti íslam. Ein þeirra kirkna sem brennd var er kirkja sem kennd er við Hjálpræðisherinn. Enn logar í rústunum og andrúmsloftið í borginni er sagt vera spennuþrungið.

Fjöldasamkomur í borginni og raunar héraðinu öllu hafa verið bannaðar næstu sjö daga.

Kristnu mennirnir tveir sem sakaðir voru um að vinna skemmdarverk á Kóraninum hafa ekki verið handteknir en hafa verið ákærðir fyrir guðlast en við því liggur dauðarefsing í Pakistan.

Aldrei hefur manneskja verið dæmd til dauða fyrir guðlast í Pakistan en ásakanir um slíkt hafa oft komið af stað óeirðum í landinu sem hafa oftar en ekki endað með manndrápum.

Fyrir tveimur árum var maður frá Sri Lanka sakaður um guðlast. Æstur múgur réðst í kjölfarið á manninn, myrti hann og kveikti í líki hans.

Árið 2009 voru 60 heimili í Gorja héraði brennd til kaldra kola og sex manns, sem sakaðir voru um að móðga íslam, myrtir.

Refsingar vegna guðlasts voru hertar í Pakistan á níunda áratug síðustu aldar og þá var bætt við ákvæði um dauðarefsingu við lögin.

Um það bil 96 prósent íbúa Pakistan aðhyllast íslam. Ofbeldi af trúarlegum rótum hefur aukist í landinu síðan dauðarefsing var lögð við guðlasti. Aukinn ójöfnuður í landinu er einnig sagður eiga þátt í auknu ofbeldi gegn trúarhópum sem eru í minnihluta. Sumir öfga- og ofbeldisfullir hópar í landinu eru þó sagðir njóta talsverðs fjárhagslegs stuðnings.

Kveiktu í Biblíum

Opinberir embættismenn í Jaranwala segja að blaðsíður sem rifnar hafi verið úr Kóraninum hafi fundist nærri samkomustað kristinna manna. Að sögn var búið að krota ýmis orð á síðurnar sem fólu í sér guðlast.

Fregnir af þessu er sagðar hafa breiðst hratt út á samfélagsmiðlum og vakið gríðarlega reiði meðal múslima í borginni. Í kjölfarið brutust óeirðirnar út með íkveikjum í kirkjum og heimilum kristinna en einnig lét múgurinn greipar sópa um þau.

Yassir Bhatti sem er kristinn segir múginn hafa brotist inn á heimili kristinna manna, stolið þaðan til að mynda ískápum, sófum og stólum, staflað þessu öllu við kikjudyr og kveikt í. Hann segir múginn einnig hafa kveikt í Biblíum og vanhelgað þær.

Á myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá lögreglumenn standa til hliðar og horfa aðgerðalausir á aðfarirnar. Yfirvöld í héraðinu segja að fleiri lögreglumenn hafi verið sendir á svæðið.

Múgurinn er sagður hafa samanstaðið að mestu af fólki úr flokki íslamista en flokkurinn hefur neitað að eiga aðild að skemmdarverkunum.

Pakistanskur biskup, Azad Marshall, kallaði eftir réttlæti og aðgerðum yfirvalda ekki síst til að sýna það og sanna að líf kristinna Pakistana væru mikils metin.

Það var BBC sem greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi